6.1.2017 | 11:58
Benjamín Dúfa
Í skólanum átti bekkurinn minn að gera verkefni um Benjamín dúfu. Við áttum að lesa hana og vinna í verkefnabók. Ég var í útlöndum og tók bókina með og ég las bara 6 kafla á meðan allir hinir voru búnir með bókina! Ég hafði samt alla helgi till þess að lesa og klára vinnubókina. Ég las rosalega mikið á föstudeginum og kláraði bókina. Snemma á laugardegnum fór ég á körfuboltaæfingu og braut bara á mér höndina, þannig að það varð kannski aðeins erfiðara vinna í vinnubókinni. Ég og mamma vissum ekki alveg hvað við ættum að gera en síðan skrifuðum við þetta bara í tölvuna, Mamma skrifaði spurningarnar og ég svara þeim og hún skrifaði svörin. Við náðum að klára þetta á sunnudeginum og skiluðum því. Mér fannst bókin mjög skemmtileg, sorgleg og rosalega spennandi.
Um bloggið
Óskar Víkingur Davíðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar