Færsluflokkur: Bloggar
5.6.2017 | 21:42
Vorferðin
Víð krakkarnir í 6.bekk í Ölduselsskóla fórum í ferð í Borgarfjörðinn. Við fórum í Borgarfjörðinn vegna þess að við vorum að læra um Snorra Sturluson sem bjó í Reykholti og egil Skallagrímsson sem bjó æa Borg á Mýrum. Fyrst fórum við á rosalega flotta sýningu um Egil Skallagrímsson í Borganesi. Eftir það fórum við í einhverja kirkju og skoðuðum eitthvað það og eftir það fórum við í aðra kirkju á Reykholti og þar hittum við mann að nafni Geir Waage. Hann talaði heilmikið við okkur og sagði okkur frá Snorra Sturlusyni. Eftir það fórum við út og han sýndi okkur pottinn hans Snorra sem hann baðaði sig í. Svo var haldið heim. Mér fannst þessi ferð skemmtleg og Geir Waage ar skrautlegur náungi.
1.6.2017 | 13:27
Hugtakakort um Snorra Sturluson
Ég átti að búa til hugtakakort um Snorra Sturluson. Við vorum að lsa um Snorra í vetur kennarinn ákvað að við myndum gera hugtakakort um Sorra til þess að muna betur. Kennarinn sagði að við mættum vinna tvö og tvö saman þannig að ég ákvað að vinna með vini mínum Markúsi. Við byrjuðum að fara í bókina og leituðum að upplýsingum. Við gerðum síðan hugtakakort á uppkastablað og þegar þetta leit vel út gerðum við það á A3 blað sem var þá lokaverkið. Mér fannst verkefnið ekkert spes en þetta gekk alveg sæmilega.
Hér fyrir neðan er verkefnð mitt
1.6.2017 | 09:48
Ritunarverkefni 2
Ég átti að gera ritunarvekefni og það mátti vera um hvað sem er. Ég skrifaði frásögn um þegar ég og fótboltaliðið mitt fórum á úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. Ég var búinn með uppkastið á sögunni og gerði þetta bara útaf ég nennti ekki að búa til sögu. Mér fannst þetta verkefni leiðinlegt og ég gerði eiginlega ekki neitt.
1.6.2017 | 09:18
islam
Við krakkarnir í 6.bekk áttum að gera powerpoint kynningu um islam. Kennarinnn okkar byrjaði á því að sýna bekknum glærur um islam. Ég fék síðan uppkastarblað fyrir glærurnar og fékk ég svo bók sem heitir maðurinn og trúin og skrifuðum á blaðið það sem við ætluðum að hafa á glærunum. Þegar ég var búinn með það þá fór ég að gera glærur í powerpoint. Mér fannst þetta verkefni frekar leiðinlegt en þetta gekk alveg vel.
3.4.2017 | 11:32
Weird facts about animals
In English, I was doing a project about weird facts about animals. I found weird facts about animals and I put them into a word document. After I did that I put the weird facts into a glog and to do that we used Glogster.com and if you don't know what that is I explained it in the blog ,,Dauðahafsritin" but it is on Icelandic. After I gloged I translated the facts to Icelandic.
26.3.2017 | 21:55
Náttúrufræði hitastig og loftslag
Ég var að gera verkefni í náttúrufræði um hitastig og loftslag. Kennarinn setti inn spurningar í onenote og síðan átti ég að horfa á myndband um hitastig og loftslag sem er á nams.is og svara spurningunum. Ég svaraði spurningunum í word og færði svo textann bara yfir í glogster. Ef þú vilt vita hvað glogster er þá stendur það í blogginu á undan þessu. Ég lærði heilmikið um jörðina og hitastigið og loftslagið. Mér fannst þetta verkefni áhugavert af því að það er spennandi að læra um hvernig jörðin virkar.
hér fyrir neðan getur þú séð gloggið mitt
15.2.2017 | 12:55
Dauðahafsritin
Við í 6.bekk áttum að gera verkefni um Dauðahafsritin. Fyrst sagði hún okkur aðeins um Dauðahafsritin og síðan gaf hún öllum hefti um Dauðahafsritin. Þá náði ég í blað og fór að taka aðalatriðin úr textanum. Þegar ég kláraði það fór ég að vinna verkefnið í glogster.comsem er síða í tölvu. Glogster er síða sem er hægt að búa til plaggöt í og skreyta plaggatið. Mér fannst verkefnið ekkert svo skemmtilegt en mér fannt áhugavert og spennandi að læra um Dauðahafsritin.
Hér er svo verkefnið mitt
6.1.2017 | 11:58
Benjamín Dúfa
Í skólanum átti bekkurinn minn að gera verkefni um Benjamín dúfu. Við áttum að lesa hana og vinna í verkefnabók. Ég var í útlöndum og tók bókina með og ég las bara 6 kafla á meðan allir hinir voru búnir með bókina! Ég hafði samt alla helgi till þess að lesa og klára vinnubókina. Ég las rosalega mikið á föstudeginum og kláraði bókina. Snemma á laugardegnum fór ég á körfuboltaæfingu og braut bara á mér höndina, þannig að það varð kannski aðeins erfiðara vinna í vinnubókinni. Ég og mamma vissum ekki alveg hvað við ættum að gera en síðan skrifuðum við þetta bara í tölvuna, Mamma skrifaði spurningarnar og ég svara þeim og hún skrifaði svörin. Við náðum að klára þetta á sunnudeginum og skiluðum því. Mér fannst bókin mjög skemmtileg, sorgleg og rosalega spennandi.
15.12.2016 | 20:49
Hvalir
Ég átti að gera verkefni um hvali. Kennarinn byrjaði á að sýna okkur í bekknum glærur og kenna okkur eitthvað um hvali. Síðan gaf hún okkur bækling og við áttum að vinna uppúr honum, lesa og gera punkta, finna það mikilvægasta og gera nýjan texta. Þetta gekk allt mjög vel og mér fannst þetta mjög gaman. Síðan fór ég til útlanda og missti af heilmörgum tímum og þegar ég kom heim voru nánast allir búnir með verkefnið en ég náði að klára það. Mér fannst verkefnið mjög fræðandi og skemmtilegt. Mér fannst mjög áhugavert hversu stórir hvalir eru, einnig að læra um skíðhvali og hvernig hvalir sofa. Ég er mjög ánægður með kynninguna mína. Hér getð þið séð kynninguna mína.
14.11.2016 | 11:43
Modern island
The kids in 6th grade in Ölduslsskóli were supposed to make a project about a treasure island. The teacher split us into groups and each group was supposed to make an island with some kind of theme such as Candy island or Food island. I was in a group with Ari and Siggi, we decided to make an island which is called Modern island. First we made a sketch of the map and then we made a sketch of the instuctions. After that we made the real map and the real instructions and made them look old with a tea bag. After we finished that we had to make an presantation as an individual. I found my presantation to be very good. When the project was over it looked all right but I did most of the work. I think we could have done much more if we have worked much better and faster.
Um bloggið
Óskar Víkingur Davíðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar